Spurt og svarað

03. ágúst 2009

Nætursviti og kvíði

Ég er með 11 daga gamalt barn og hef svitnað alveg rosalega mikið á næturnar síðan hún var svona 2 daga gömul. Er þetta eðlilegt? Tengt hormónum? Ég hef líka fundið fyrir smá kvíðatilfinningu á daginn sem kemur og fer. Veit ekki hvort það gæti tengst þessu líka og þá hormónum einnig?

Bestu kveðjur.

 


Sæl og blessuð!

Það er ofur eðlilegt að fá væn svitaköst fyrstu vikurnar eftir fæðingu og já, það tengist hormónum. Yfirleitt er þetta mest áberandi á fyrstu dögunum en svo dregur smá saman úr þessu. Kvíðatilfinning og óöryggistilfinning getur líka verið eðlileg en það er mjög erfitt að meta hvað sé eðlilegt og hvað er of mikið. Það er jú hægt að fá fæðingarþunglyndi sem er þá óeðlilega mikil kvíðatilfinning og vanmáttarkennd. Það er auðvelt mál að tala við starfsfólk ungbarnaeftirlits og fá metna andlega líðan eftir fæðingu. Ef kvíðinn er hamlandi er betra að gera það fyrr en seinna.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
3. ágúst 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.