Spurt og svarað

06. ágúst 2010

Nan mjólkin

Sælar!

Ég eignaðist son í maí síðastliðnum og þurfti hann að fá viðbót við brjóstamjólkina fyrstu tvær vikurnar þar sem mjólkin var svo lengi að koma í brjóstin á mér. Eftir þessar tvær vikur fór allt í gang hjá mér og hefur hann einungis verið á brjóstamjólkinni síðan. Nú er ég að spá í að ef ég fer út og þarf að vera í einhvern tíma í burtu frá honum. Er í lagi að gefa honum Nan mjólkina? Getur verið að hún valdi því að hann hafi ekki hægðir í einhvern tíma eða fái hægðartregðu? Ég hef lesið hér á síðunni að eðlilegt sé að börn sem séu einungis á brjóstamjólk hafi ekki hægðir í allt upp í 20 daga. En ef þau hafa ekki hægðir eftir að hafa drukkið Nan mjólk er það þá óeðlilegt?

Með fyrirfram þökk. Sólveig.

 


Sæl og blessuð Sólveig!

Ef þú ert að hugsa um að skreppa frá í nokkra klukkutíma er heppilegra að mjalta brjóstin og eiga 1 gjöf handa barninu fyrir einhvern að gefa því. Ef þú ert hins vegar að hugsa um lengri tíma (einhverja daga)getur þurft að grípa til þurrmjólkur. Það er nokkuð algengt að börn fái hægðatregðu eftir þurrmjólkurgjafir en ef allt er eðlilegt ættu þau að hafa hægðir flesta daga ef þau eru eingöngu á þurrmjólk á þessum aldri. Þau geta þá ekki nýtt öll efni mjólkurinnar og verða að skila því sem afgangs er . Brjóstamjólkurbörn geta hins vegar gjörnýtt brjóstamjólkina og því ekkert óeðlilegt þótt þau hafi ekki hægðir dögum saman.

Vona að þetta skýri málið.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. ágúst 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.