Spurt og svarað

11. mars 2012

Náttúruleg slökun-magnesíum

Sælar og takk fyrir góðan vef!

 Núna á síðustu metrunum á meðgöngu hef ég tekið inn náttúrulega slökun eða magnesíum drykk sem hægt er að kaupa í apótekum. Þessi drykkur hefur hjálpað mér að vinna á fótapirringi og svo næ ég að slaka betur á fyrir svefninn sem er frekar slitinn þessa dagana. Ekki nóg með það þá hefur þessi drykkur mjög góð áhrif á meltingu og hjálpar við að halda hægðum jöfnum og góðum. Það sem mig langar að vita er eitthvað sem mælir gegn því að ég haldi áfram að drekka þetta eftir að barnið fæðist? Á dunknum stendur að skammtastærð sé 2 tsk. (4,5g) en ég tek yfirleitt bara eina tsk. í eitt glas af vatni á dag sem er kannski helmingur þess magns sem ráðlagður er. Þá inniheldur hver skammtur u.þ.b 325mg. eða 81% af ráðlögðum dagskammti. Minn skammtur er auðvitað helmingi minni. Þetta ætti ekki að hafa nein áhrif á mjólkina eða framleiðslu hennar er það?

M.b.k. Helga.

 


Sæl og blessuð Helga!

Ég held að það ætti að vera í góðu lagi að halda þessu áfram eftir fæðinguna. En það getur verið að áhrifin verði ekki alveg þau sömu. Nei, þetta ætti ekki að hafa nein áhrif á mjólkina þína.

Gangi þér vel!
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. mars 2012.

 





Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.