Nezeril eða Otrivin nefúði og brjóstagjöf

17.12.2006

Sælar.

Getið þið sagt mér hvaða áhrif notkun Nezeril eða Otrivin nefúða hefur á brjóstamjólk. Hvaða áhrifum verður barnið fyrir, ef einhverjum?

Með fyrirfram þökk, M.


Sæl og blessuð M.

Það þarf ekki að hafa áhyggjur að notkun þessara nefúða í brjóstagjöf. Þeir virka mjög staðbundið þ.e. á slímhúðir nefsins og hafa lítil sem engin áhrif út fyrir það. Mér er til efs að þeir nái nokkurn tíma til mjólkurinnar.       

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
17. desember 2006.