Nikótín og brjóstamjólk

11.07.2010

Sælar!

 Ég veit vel að best er að forðast nikótínneyslu meðan barnið er á brjósti. Ég er með dóttur mína á brjósti, hún er sjö mánaða. Ég reyki einstaka sinnum, aldrei kringum barnið, en nota nikótíntyggjó daglega. Hvaða áhrif hefur þetta á dóttur mína? (ég notaði ekki nikótín á meðgöngu).

Kv. Móðir.


 

Sæl og blessuð móðir!

Það er jákvætt að þú haldir þessu í slíku lágmarki. Það er reyndar ekki mikið vitað um áhrif nikótíntyggjós á brjóstfædd börn. Þar skiptir magnið sjálfsagt máli. Það er þó alltaf mælt með því miklu fremur en sígarettunum sjálfum. Þar koma til fullt af öðrum efnum sem sneitt er hjá. Þannig að þú skalt vera glöð á meðan þú heldur þig nokkurn veginn frá sígarettunum.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. júlí 2010.