Chili (piparjurt) á meðgöngu

11.12.2008

Er allt í lagi að borða chili á meðgöngu eða t.d. chili-sulltu eins og er vinsælt núna með ostum. Var bara að velta þessu fyrir mér því mér finnst þessi sulta svo góð.

Kveðja og þakkir fyrir góðarn vef :)


Sæl og blessuð!

Já það er í góðu lagi að borða chili (piparjurt) á meðgöngu.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2008.