Nikótíntyggjó

03.03.2005

Sæl

Ég hætti að reykja fyrir einu og hálfu ári og fór að nota nicotintyggjó. Í dag á ég þriggja mánaða barn og er með hann á brjósti, ég reyndi að hætta að nota tyggjóið en ekkert gengur.  Er ég að gera barninu mínu mikinn óleik með því að nota tyggjóið
Kveðja
Anna

                             ......................................................

Sæl og blessuð Anna!

Mig langar að byrja á því að óska þér til hamingju með að vera hætt að
reykja, flott hjá þér!
En því miður þá er það nú þannig að nicotín er efni sem kemst auðveldlega
yfir í brjóstamjólk og því fær barnið þitt töluverðan skammt af því nicotíni
sem þú innbyrgðir hvort sem það er með sígarettum eða tyggjói. Þú ættir því,
ef þú mögulega getur, að hætta að nota nikótíntyggjóið.

Í sérlyfjaskrá segir um Nicorette nikótíntyggjó:
"Þunguðum konum skal ávallt ráðlagt að hætta að reykingum án þess að nota
nikótínlyf. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota
lyfið. Þó verður að vega áhættu við áframhaldandi reykingar á móti áhættu af
notkun nikótínlyfja"

Bestu kveðjur,

Halla Björg Lárusdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingu, 28.febrúar 2005.