Njálgur

04.12.2014
Er í lagi að taka Vermox (við njálg)  með barn á brjósti?
Sonur minn var með njálg og ég smitaðist. Ég tók  vanquin tvisvar en það virkaði ekki.
 
 

Sæl og blessuð, það er ekki vitað hvort Vermox berst í brjóstamjólk. Lyfið fæst ekki án lyfseðils svo að þú skalt ræða um það við lækninn hvor ráðlegt sé fyrir þig að taka lyfið. Ég veit til þess að mæður með barn á brjósti hafa tekið það en hvert tilfelli er best að skoða sérstaklega.

Gangi þér vel.

Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
4. desember 2014