Nóróveira og brjóstagjöf

25.01.2012

Getur Nóróveira smitast með móðurmjólkinni?


 

Sæl og blessuð!

Það er ólíklegt að Nóróveira smitist beinlínis með mjólkinni. Hún smitast hins vegar frekar auðveldleg með snertingu. Börn á brjósti eru samt alltaf talin betur varin gegn iðraveirum en börn á annarri næringu.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
25. janúar 2012.