Nýja danska rannsóknin

31.03.2009

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef sem hefur hjálpað mér mikið!

Eflaust hefur rignt yfir ykkur tölvupóstum varðandi frétt ríkissjónvarpsins um dönsku rannsóknina á eiturefnum í brjóstamjólk sem myndast eftir 4 mánuði.Hafið þið eitthvað kynnt ykkur þessa rannsókn? Ég verð að viðurkenna að mér varð brugðið við þetta því ég á eina litla sem er rúmlega 4 mánaða og er eingöngu á brjósti. Gaman væri að heyra ykkar álit á þessari rannsókn.

Bestu kveðjur. Jóna.

 


Sæl og blessuð Jóna!

Jú, þakka þér fyrir það hefur ekki skort á viðbrögðin. Það væri ekki verra ef svona viðbrögð væru við jákvæðu rannsóknunum. En þú getur í raun lesið svarið á forsíðu vefsins. Það hefur alls ekkert breyst varðandi  áherslu á brjóstagjöf. Þú getur róleg notið brjóstagjafarinnar áfram.

Gangi þér sem allra best.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
31. mars 2009.