Spurt og svarað

31. mars 2009

Nýja danska rannsóknin

Sælar ljósmæður og takk fyrir frábæran vef sem hefur hjálpað mér mikið!

Eflaust hefur rignt yfir ykkur tölvupóstum varðandi frétt ríkissjónvarpsins um dönsku rannsóknina á eiturefnum í brjóstamjólk sem myndast eftir 4 mánuði.Hafið þið eitthvað kynnt ykkur þessa rannsókn? Ég verð að viðurkenna að mér varð brugðið við þetta því ég á eina litla sem er rúmlega 4 mánaða og er eingöngu á brjósti. Gaman væri að heyra ykkar álit á þessari rannsókn.

Bestu kveðjur. Jóna.

 


Sæl og blessuð Jóna!

Jú, þakka þér fyrir það hefur ekki skort á viðbrögðin. Það væri ekki verra ef svona viðbrögð væru við jákvæðu rannsóknunum. En þú getur í raun lesið svarið á forsíðu vefsins. Það hefur alls ekkert breyst varðandi  áherslu á brjóstagjöf. Þú getur róleg notið brjóstagjafarinnar áfram.

Gangi þér sem allra best.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
31. mars 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.