Spurt og svarað

27. febrúar 2007

Nýrnasteinsbrot og brjóstagjöf

Sæl!

Ég er með fjögurra mánaða gamla stúlku alfarið á brjósti og er að fara í nýrnasteinsbrot síðar í mánuðinum.  Ég þarf að vera frá barninu í u.þ.b. 4 - 5 tíma og þarf því að gera ráðstafanir varðandi pelagjafir. Nú gengur mér mjög illa að mjólka mig og virðist ekki vera mikil mjólk umfram það sem hún þarf. Er ekki í lagi að gefa henni þurrmjólk í svona tilvikum? Einnig langar mig að spyrja út í lyfið Petidin. Ég mun fá þetta lyf í æð og svo einhverja kæruleysispillu undir tunguna.  Er í lagi að gefa henni brjóstamjólk eftir þetta eða er nauðsynlegt fyrir mig að tæma brjóstin eftir þessa lyfjagjöf og henda þeirri mjólk?

Með kveðju, Drífa.


Sæl og blessuð Drífa.

Ef um svo stuttan tíma er að ræða þarf bara eina gjöf. Það eru 70-100 ml. Ef þú alls ekki getur mjólkað það úr brjóstunum er í lagi að gefa þurrmjólk. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af lyfjunum. Bæði lyfin sem þú nefnir eru í góðu lagi í brjóstagjöf. Það er líka hugsanlegt að þú þurfir verkjalyf eða sýklalyf. Þau er auðvelt að velja með tilliti til brjóstagjafar.

Vona að aðgerðin gangi vel. 

Kær kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
27. febrúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.