Spurt og svarað

02. apríl 2007

Cipralex og Solian

Komið þið sælar!

Ég er að velta fyrir mér geðlyfjum á meðgöngu. Ég er sjálf að taka Cipralex og er að reyna að verða ólétt og var að velta því fyrir mér hvort það væri hættulegt að taka það á meðgöngu? Hvað er hugsanlegt að sé skaðlegt fyrir fóstrið ef konur taka geðlyf? Hvaða áhrif hefur getur þetta á fóstrið?

Svo er vinkona mín að taka Solian. Þetta lyf er held ég ætlað fyrir geðklofa. Var að spá hvort þið gætuð svarað okkur hvort þetta sé hættulegt fyrir fóstrin?

Við höfum ekki enn náð á læknunum okkar þess vegna leitum við til ykkar.

Með von um svar.


Sælar!

Það er gott að þið séuð að velta þessu fyrir ykkur því það er mikilvægt að láta lækni yfirfara lyfjainntöku þegar hugað er að barneignum.

Samkvæmt upplýsingum í Sérlyfjaskránni þá ætti ekki að nota Cipralex á meðgöngu, nema brýna nauðsyn beri til og aðeins eftir að ávinningur og hugsanleg áhætta hefur verið metin.  Þetta er nákvæmlega það sem læknirinn þinn þarf að meta og fara yfir með þér.

Samkvæmt Sérlyfjasrkánni hefur notkun Solian á meðgöngu hefur ekki verið rannsökuð og því er ekki hægt að mæla með notkun efnisins á meðgöngu, nema kostirnir vegi þyngra en hugsanleg áhætta. Þar kemur einnig fram að lyfjafræðileg áhrif geti minnkað frjósemi.

Það er því mjög mikilvægt fyrir ykkur báðar að hafa samband við ykkar lækna til að fara yfir þessi mál.

Gangi ykkur vel.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
2. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.