Spurt og svarað

01. mars 2006

Ofnæmislyf og brjóstagjöf

Ég á von á mínu fyrsta barni nú í apríl. Í byrjun maí byrjar hjá mér mikið gróðurofnæmi og hef ég þurft hingað til dagleg lyf á sumrin til að halda því lágmarki. Ég hef heyrt um að til sé ofnæmislyf fyrir konur með barn á brjósti. Hefur það einhver áhrif á barnið að taka slík lyf þegar maður er með barn á brjósti eða þarf maður bara að þola ofnæmið til að vernda barnið?

.............................................................................................

Sæl og blessuð!

Nei, þú átt ekki að þola ofnæmið. Það er til fullt af ofnæmislyfjum sem er í lagi að taka með brjóstagjöf. Best er náttúrlega ef þú getur komist af með púst, en margar gerðir af töflum eru í lagi. Talaðu við þinn lækni eða lyfjafræðing. Það er mikilvægt að leitað sé að upplýsingum í skrám sem fjalla sérstaklega um lyf í brjóstamjólk. Flestar almennar lyfjaskrár eru með varnaðarorðum um brjóstagjöf frá framleiðanda án tillits til innihaldsefna eða áhrifa á brjóstfædd börn.

Með ósk um gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. mars 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.