Ofnæmislyf og brjóstagjöf

01.03.2006

Ég á von á mínu fyrsta barni nú í apríl. Í byrjun maí byrjar hjá mér mikið gróðurofnæmi og hef ég þurft hingað til dagleg lyf á sumrin til að halda því lágmarki. Ég hef heyrt um að til sé ofnæmislyf fyrir konur með barn á brjósti. Hefur það einhver áhrif á barnið að taka slík lyf þegar maður er með barn á brjósti eða þarf maður bara að þola ofnæmið til að vernda barnið?

.............................................................................................

Sæl og blessuð!

Nei, þú átt ekki að þola ofnæmið. Það er til fullt af ofnæmislyfjum sem er í lagi að taka með brjóstagjöf. Best er náttúrlega ef þú getur komist af með púst, en margar gerðir af töflum eru í lagi. Talaðu við þinn lækni eða lyfjafræðing. Það er mikilvægt að leitað sé að upplýsingum í skrám sem fjalla sérstaklega um lyf í brjóstamjólk. Flestar almennar lyfjaskrár eru með varnaðarorðum um brjóstagjöf frá framleiðanda án tillits til innihaldsefna eða áhrifa á brjóstfædd börn.

Með ósk um gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
1. mars 2006.