Spurt og svarað

14. október 2005

Ógleði við brjóstagjöf

Var að eignast mitt 3. barn og finn fyrir ógleði í hvert sinn sem ég legg það á brjóst.  Eins líður mér eins og  ég sé kvíðin. Þegar brjóstagjöf lýkur, þá líður þetta hjá um leið. Eru einhverjar skýringar á þessu t.d er þetta hormónatengt?

...................................................................

Sæl og blessuð!

Já, þetta er þekkt fyrirbæri sem hendir sumar konur. Þetta er talið teljast hormónum en það er ekki fullrannsakað hvernig. Það eina sem ég get bent þér á að gera eru almenn ráð við ógleði sem þú hefur kannski heyrt eitthvað um á meðgöngunni. Borða lítið í einu og oftar. Drekka piparmyntute eða drykki gerða úr engiferrót. Sjúga piparmyntubrjóstsykur. Nudda annað slagið „ógleðipunktinn“ sem er á innanverðum framhandlegg þremur fingurbreiddum ofan úlnliðs á milli stóru sinanna. Þær sem hafa verið verst haldnar hafa farið út í að taka inn sjóveikilyf en þau eru stundum slævandi þannig að lestu vel utan á pakkninguna eða fáðu góðar upplýsingar með þeim.

Með ósk um að þú finnir ráð sem hjálpa,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
14. október 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.