Spurt og svarað

03. janúar 2013

Confidence placental mosaicism?

Á þessari meðgöngu fór ég í fylgjusýnatöku, 2 vikna niðurstöður sýndu að þrílitnun var í einhverjum frumum, legvatnsástunga útilokaði síðan að nokkuð væri að barninu. Mér var sagt að þetta væri bara í fylgjunni. Það sem ég hef lesið mér til um þá er í um 20% tilfella sem þetta hefur samt áhrif á barnið því fylgjan starfar ekki rétt og barnið verður alvarlega vaxtarskert. Einnig eru auknar líkur á að barnið látist í móðurkviði þó líkurnar séu samt litlar. Er þetta ekki ástæða til þess að vera í áhættumeðgöngu niðrá landspítala eða er í lagi að vera ennþá í mæðravernd á minni heilsugæslu?Sæl
Það er mjög líklegt að um gerfigalla í  þessum frumum fylgjunnar hafi verið að ræða, þar sem frumur úr legvatninu voru eðlilegar. Í framhaldi af 20 vikna ómskoðun verður gefinn tími í vaxtarómun við 28v, 32v. og 36v, ekki er þörf á áhættumæðravernd, nema eitthvað óeðlilegt komi upp á, sem ekki eru taldar miklar líkur á, í svona tilfellum.


Kveðja og gangi þér vel,
María Hreinsdóttir,
ljósmóðir fósturgreiningardeild,
3. janúar 2013
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.