Spurt og svarað

06. desember 2005

Óhóflegt sykurát og brjóstagjöf

Sælar!

Er að velta fyrir mér hvaða áhrif óhóflegt sykurát hjá móðir hefur á brjóstabörn? Er mjög meðvituð um að það sem ég borða hefur áhrif á soninn en er að velta fyrir mér hvort það er vitað áhrif of mikið sykurát hefur á barnið, þ.e. hvort það eru einhver langtíma áhrif á það og heilsu þess?

Kærar þakkir.

................................................................................................

Sæl og blessuð.

Það eru engin bein áhrif frá sykri úr fæði á brjóstabörn. Sykur brotnar alltaf niður í frumeindir sínar. Magnið í blóði er stillt af með insúlíni þannig að blóðið sem skilar næringarefnum til mjólkurframleiðandi fruma er alltaf jafn „sætt“. Þannig skilar aukið sykurmagn sér ekki yfir til barnsins. Þetta er hins vegar vandamál hjá sykursjúkum konum þar sem insúlínbúskapur er truflaður. Því má hins vegar halda í jafnvægi með góðu eftirliti og insúlíngjöfum o.fl. eftir aðstæðum hverju sinni.

Vona að þetta hafi skýrt eitthvað.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. desember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.