Spurt og svarað

08. september 2005

Óhollt fæði móður og brjóstagjöf

Hvort er betra brjóstamjólk eða þurrmjól ef mamman borðar ekki holllan mat og er því ekki að borða öll þau næringarefni sem hún þarf?

Er brjóstagjöf ALLTAF betri líka þó maður borði rosalega óhollt og einhæft?

..............................................................


Sæl og blessuð

Já er þetta ekki alveg merkilegt. Það er alveg sama hversu hrikalega óhollan mat maður borðar . Það er alltaf betra að hafa barnið á brjósti. Samkvæmt mælingum er samsetning mjólkur mæðra á hræðilega lélegu fæði næstum alveg fullkomin. Það virðist sem líkaminn sæki þau næringarefni hingað og þangað um líkamann sem þarf til að mjólkin verði sem best fyrir barnið. Ef móðir hefur t.d. lélegar kalkbirgðir og borðar ekkert kalk þá er kalk fært úr beinum móður og yfir í brjóstamjólkina fyrir barnið. Að sjálfsögðu bitnar þetta á móðurinni hún getur farið að þjást af efnaskorti og næringarleysi. Því er það fyrst og fremst sjálfrar sín vegna sem konur eiga að borða hollt fæði þegar þær eru með barn á brjósti og ef þær gera það ekki þá bitnar það bara á þeim sjálfum.
Vona að þetta svari spurningunni.

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
08.09.2005.
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.