Óhollt fæði móður og brjóstagjöf

08.09.2005

Hvort er betra brjóstamjólk eða þurrmjól ef mamman borðar ekki holllan mat og er því ekki að borða öll þau næringarefni sem hún þarf?

Er brjóstagjöf ALLTAF betri líka þó maður borði rosalega óhollt og einhæft?

..............................................................


Sæl og blessuð

Já er þetta ekki alveg merkilegt. Það er alveg sama hversu hrikalega óhollan mat maður borðar . Það er alltaf betra að hafa barnið á brjósti. Samkvæmt mælingum er samsetning mjólkur mæðra á hræðilega lélegu fæði næstum alveg fullkomin. Það virðist sem líkaminn sæki þau næringarefni hingað og þangað um líkamann sem þarf til að mjólkin verði sem best fyrir barnið. Ef móðir hefur t.d. lélegar kalkbirgðir og borðar ekkert kalk þá er kalk fært úr beinum móður og yfir í brjóstamjólkina fyrir barnið. Að sjálfsögðu bitnar þetta á móðurinni hún getur farið að þjást af efnaskorti og næringarleysi. Því er það fyrst og fremst sjálfrar sín vegna sem konur eiga að borða hollt fæði þegar þær eru með barn á brjósti og ef þær gera það ekki þá bitnar það bara á þeim sjálfum.
Vona að þetta svari spurningunni.

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
08.09.2005.