Spurt og svarað

03. október 2008

Ólétt með barn á brjósti

Ágætu ljósmæður og ráðgjafar


Ég er með 13 mánaða dreng sem er enn að fá brjóst ca. 3 á dag.  Morgungjöf - síðdegis og svo fyrir svefn.  Okkur báðum þykja þetta mest kósý stundir dagsins.Nú á ég von á öðru barni eftir ca 10 vikur og ég hélt kannski að strákurinn yrði afhuga brjóstinu eftir því sem líður á meðgönguna en það virðist ekki gerast.  Það er mikill utanaðkomandi þrýstingur að ég hætti með hann á brjósti áður en nýja barnið kemur en ég veit ekki hvað er best.  Ég geri mér grein fyrir að vel er hægt að vera með tvö brjóstabörn á sama tíma og að yngra barnið hefur forgang á brjóstið en eru líkur á aukinni "systkinaafbrýðisemi" ef takmarka þarf aðganginn?  Hvað eru börn lengi að "gleyma" brjóstinu ef ég byrja að venja hann af fljótlega?

Bestu kveðjur og fyrirfram þakkirSæl og blessuð.

Ég hef ekki heyrt um aukna systkinaafbrýði í þessu sambandi. Það er hægt að ímynda sér að ástandið geti boðið upp á árekstra en það getur nú verið varðandi aðra hluti líka. Ég held að það sé vonlaust að geta sér til um "gleymskutíma" ungbarna. Mörgum finnst þetta stuttur tími þegar það er að gerast - kannski nokkrir dagar. Aðrir vilja halda fram að þetta búi í undimeðvitundinni í langan tíma.

Það er sennilega mikilvægast að þú gerir það sem þér finnst best fyrir þig og börnin og þú ert sátt við til langframa. Endilega láttu utanaðkomandi þrýsting ekki hafa áhrif á þig. Það er yfirleitt frá fólki sem finnur ekki það sem þú finnur.

Bestu óskir.         

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
3. október 2008.

 

 

 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.