Oolong te

14.01.2010

Sæl!

 Er leyfilegt að drekka Oolong te með barn á brjósti? Te-ið inniheldur koffín. Spurning er hvort það hafi einhver áhrif á mjólkina ef ég drekk 2 svoleiðis á dag?

 Bestu kveðjur.


 

Sæl og blessuð!

Já, það er í góðu lagi að drekka þetta te í hófi. Það ætti ekki að hafa áhrif á mjólkina.

Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
14. janúar 2010.