Spurt og svarað

26. febrúar 2011

Opnar lítið munninn/aumar vörtur

Sælar!
Ég var að eignast barn nr.2 fyrir 12 tímum síðan og fékk hana strax á bringuna en hún virtist frekar áhugalaus,Hún er búin að sofa mikið sem ég býst við að sé eðlilegt. Málið er að þegar hún vill loksins fara á brjóstið þá opnar hún munninn ekki mikið og ég er strax farin að meiða mig. Mig langar að þetta fari vel af stað. Ég bý erlendis og ungbarnahjúkkurnar hérna nota hendurnar til að galopna munninn á henni og koma henni á brjóstið. Í fyrsta skiptið virkaði það en núna fýkur í hana ef þær reyna þetta. Ég las hjá ykkur að þetta er ekki góð aðferð. Einhver ráð fyrir mig góðu konur?
Bestu kveðjur,Björk.
 
Sæl og blessuð Björk!
Já, það getur verið alveg eðlilegt að áhuginn sé ekki mikill til að byrja með en hann fer síðan vaxandi. Til að fá börn til að opna munninn betur þarf að byrja á að taka af þeim snuðið. Síðan er gott að hafa þau lítið klædd og leyfa þeim að vera smá stund í húð við húð sambandi við móður sína. Svo má reyna að örva opnunina með snertingu við neðra andlit barnsins. Mest á að snerta varir og nota niðurhreyfingu. Þá á ég við að byrja t.d. með vörtuna við nasirnar og renna henni niður á höku endurtekið. Fyrir aumu vörturnar er gott ráð að bleyta vörturnar með vatni fyrir gjöf
Vona að þetta hjálpi.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
26. febrúar 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.