Spurt og svarað

18. september 2006

Orkuþörf og brjóstagjöf

Sælar!

Nú hefur verið sagt að líkami kvenna með barnið sitt á brjósti þarfnist auka 500 kcal á dag. Ég var að velta því fyrir mér hvort að þessi tala væri ekki breytileg eftir því hvað barnið er gamalt og hvort það sé eingöngu á brjósti eða fái annan mat með.  Einnig hvort að þetta sé ekki aðeins breytilegt á milli kvenna.  Þarfnast líkaminn ekki meiri orku við að fæða barnið allan daginn í stað þess að vera t.d. aðeins að gefa barninu brjóst kvölds og morgna?

Bestu kveðjur, L.


Sæl og blessuð L.

Þessi tala sem þú nefnir 500 kcal á dag finnst mér vera ansi rífleg. Yfirleitt er talað um 300 hitaeiningar. Og það er rétt athugað hjá þér. Þetta miðast við fulla brjóstagjöf eða u.þ.b. 1 líters framleiðslu á dag að meðaltali. Ef framleiðsla er minni og það er verið að framleiða til móts við aðra fæðu (orkugjafa) barnsins þarf færri hitaeiningar. Munurinn á milli kvenna er ekki svo mikill en þó alltaf einhver.  Vona að þetta svari því sem þú ert að velta fyrir þér.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. september 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.