Phenergan og brjóstagjöf

06.12.2006

Ég leitaði til læknis þar sem ég hef lítið getað sofið eftir að barnið mitt fæddist en það er nú 11 vikna.  Hann gaf mér lyfið Phenergan. Nú loksins er ég farin að fá meira en 3ja tíma svefn á sólarhring og líður mun betur.
Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta lyf hafi einhver áhrif á mjólkurframleiðsluna
.


Sæl og blessuð.

Það er mjög jákvætt að þú sért farin að sofa betur, því smá hvíld hefur oft góð áhrif á brjóstagjöfina í heild sinni. Lyfið fer í brjóstamjólk en er talið í lagi. Það hefur þar fyrir utan jákvæð áhrif á mjólkurframleiðslu með því að hafa áhrif á mjólkurframleiðsluhormón. Áhrifin sem þú spyrð um gætu þá verið í þá átt að mjólkin gæti aukist.

Gangi þér vel.    

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. desember 2006.