Spurt og svarað

06. desember 2006

Phenergan og brjóstagjöf

Ég leitaði til læknis þar sem ég hef lítið getað sofið eftir að barnið mitt fæddist en það er nú 11 vikna.  Hann gaf mér lyfið Phenergan. Nú loksins er ég farin að fá meira en 3ja tíma svefn á sólarhring og líður mun betur.
Ég er að velta því fyrir mér hvort þetta lyf hafi einhver áhrif á mjólkurframleiðsluna
.


Sæl og blessuð.

Það er mjög jákvætt að þú sért farin að sofa betur, því smá hvíld hefur oft góð áhrif á brjóstagjöfina í heild sinni. Lyfið fer í brjóstamjólk en er talið í lagi. Það hefur þar fyrir utan jákvæð áhrif á mjólkurframleiðslu með því að hafa áhrif á mjólkurframleiðsluhormón. Áhrifin sem þú spyrð um gætu þá verið í þá átt að mjólkin gæti aukist.

Gangi þér vel.    

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. desember 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.