D vítamín

16.01.2015

Sæl, Mig langaði til að athuga hvort það væri í lagi að taka 25 míkrogr. eða 1000 IU af D-vítamíni á dag á meðgöngu?  Mér finnst sífellt verið að rokka á milli lágmarksskammta og virðast fáir vera sammála um hvað skuli vera góður skammtur. Hvað ráðleggið þið? Bestu þakkir fyrir góða síðu.


Sæl og blessuð, það er hárrétt hjá þér að allir eru ekki sammála um hvaða skammtastærð sé sú rétta. Landlæknir gaf út nýjar viðmiðunartölur 2013 og í þeim er miðað við að fólk á aldrinum 10-70 ára taki 600 IU á dag. Við höfum haldið okkur við leiðbeiningar landlæknis.
 
Bestu kveðjur
Áslaug Valsdóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
16. jan. 2015