Spurt og svarað

14. febrúar 2007

Pirruð á brjóstinu á kvöldin

Dóttir mín er rúmlega 6 vikna og hingað til hefur brjóstagjöf gengið nokkuð vel. Hún hefur reyndar stundum verið að drekka lengi í einu og heilu kvöldin. Eldri dóttir mín drakk líka svona mikið á kvöldin þannig ég er ekki að kippa mér upp við það. En undanfarin kvöld hefur hún hins vegar verið mjög pirruð, látið eins og hún sé svöng en ekki haldist á brjóstinu. Ég er að spá hvort hún sé að fá nóg vegna þess hún hafði aðeins þyngst um 100 gr á tveim vikum síðan í 4 vikna skoðuninni (gæti líka verið öðruvísi vigt). Hún fæddist 3.780 gr. og hún er orðin núna 4.880 gr. þannig að ljósmóðirin segir að hún sé vel haldin. Gæti þetta verið magakveisa? Hún prumpar svolítið. Undanfarið hefur hún verið mjög pirruð frá kl 20.00 til svona eitt, tvö.

Annars þakka ég fræðandi vef.


 

Sælar!

Hún þyngist mjög vel samkvæmt þyngdarmælingunni - svo hún gæti hafa verið með tímabundna magakveisu eða í vaxtarkippt. Það er talað um að börnin fari í vaxtarkipp á u.þ.b. 6 vikna fresti. Ég er því miður að svar freka seint svo ég vona að henni líði vel núna.

Með kveðju, 

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
14. febrúar 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.