Polidocanol

05.03.2011
Góðan daginn!
Er manni óhætt að láta sprauta polidocanol í æð ef maður er með barn á brjósti? Þetta efni er notað til að loka æðum, oft eftir æðahnútaaðgerðir.
Með von um skjót svör.

 
Sæl og blessuð!
Ég tel ráðlegt fyrir þig að hafa samband við lækni varðandi notkun Polidocanol. Það er ekkert í sjálfu sér sem kemur fram við lauslega könnun því efnið er notað í bláæðum en til að vera alveg viss skaltu ráðfæra þig við lækni.
Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. mars 2011.