Premulut, Pergotime og brjóstagjöf

16.02.2006

Hæ, hæ og takk fyrir frábæran vef!

Ég hef verið að leita af upplýsingum um lyfið Premulut, en fann ekkert sem ég gat nýtt mér. Þannig eru málin hjá mér að ég er með barn á brjósti sem er 3. mánaða gamalt og langar í annað barn sem fyrst, vil hafa stutt á milli barnanna ;) Get ég tekið Premulut til að koma af stað blæðingum hjá mér hef ekki en byrjað á blæðingum eftir að ég átti stelpuna mína og get ég svo tekið Pergotime? Áttu ekki einhver góð ráð fyrir mig til að koma egglosi af stað?

;o) Kveðja.

.....................................................................................................

Sæl og blessuð!

Eins og fram hefur komið áður á þessum vef passar það mjög illa saman að vera með barn á brjósti og reyna að fara í frjósamt ástand. Þetta eru hormónaaðstæður sem vinna gegn hver annarri. Ég myndi ráðleggja þér að klára brjóstagjöfina og leyfa líkamanum að komast í jafnvægi eftir hormónaraskið sem fylgdi meðgöngunni, fæðingunni og brjóstagjöfinni. Þetta eru bara nokkrir mánuðir og verða fljótir að líða þegar þú ert með barn á brjósti.

Með bestu ósk um gott gengi,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
16. febrúar 2006
.