Spurt og svarað

05. maí 2009

Próflestur-brjóstamjólk

Sæl!

Nú sé ég fram á lítinn svefn og töluvert stress næstu tvær vikurnar þar sem ég mun taka vorpróf í háskólanum. Ég var að spá hvort mjólkin geti eitthvað minnkað undir þessu álagi. Ég fann fyrir því í morgun eftir mjög lítinn svefn að brjóstin voru ekki jafn full og venjulega. Oftast lekur úr eim á morgnana og mér finnst ég vera að springa en í morgun þurfti stelpan að hafa aðeins fyrir því að fá mjólkina. Stelpan er 5 mánaða, er eingöngu á brjósti og er vel yfir kúrfu í þyngd.

 


Sæl og blessuð!

Þú ættir ekki að þurfa að hafa miklar áhyggjur af þessu en þetta er samt nokkuð einstaklingsbundið. Eftir 5 mánaða brjóstagjöf er komið gott jafnvægi á framboð og eftirspurn. Ef barn fær ekki stóra gjöf á venjulegum tíma þá biður það um bara um aðra gjöf á öðrum tíma til að bæta sér það upp.

Það sem þú getur gert til að bæta ástandið er að reyna að slaka á í gjöfum. Muna að borða reglulega og drekka við þorsta. Svo geturðu þurft að skjóta inn aukagjöfum. Hafðu bara í huga að milljónir kvenna hafa tekið próf með barn á brjósti og fyrst þær gátu það þá hlýtur þér að takast það.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5 maí 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.