Psoriasis og brjóstagjöf

21.05.2007

Sælar!

Við eignuðumst okkar fyrsta barn fyrir 3 vikum. Ég er með psoriasis og er slæm núna eftir barnsburð, aðallega á handleggjum. Ég var mismunandi á meðgöngunni. Getur þetta verið út af hormónum og breytingum í líkamanum? Er eitthvað sem ég get notað á meðan á brjóstagjöf stendur? Mér finnst samt þessi stera krem vera slæm. Húðin á mer þynnist og þegar ég hætti á þeim þá versna ég aftur. Vona að ég get fengið einhver ráð. Er mjög leið yfir þessu.


Sæl og blessuð.

Það er mjög mismunandi hvernig psoriasis hagar sér á meðgöngu en þó algengara að staðan sé þá betri en venjulega. Það er mikilvægt að þú meðhöndlir útbrotin eins og þú gerðir áður en þú varðst ófrísk. Ef þú er óhress með virkni verðurðu að fá skoðun hjá húðlækninum þínum og fá kannski breytta meðferð. Ef þú verður vör við vaxandi sársauka við gjafir skaltu kíkja á vörtubaugana og athuga hvort komin eru útbrot þar. Það gerist stundum að útbrot koma á vörtubaugana á brjóstagjafatímanum og þá þarf að grípa inn í með meðferð strax.

Með bestu óskum,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
21. maí 2007.