Spurt og svarað

07. júlí 2010

Rautt í bleyju

Góðan dag!

 Mig langar að vita hvað er í gangi þegar það er að koma rautt í bleiuna hjá barni sem er komið vel á þriðja mánuð. Þetta er eins og var fyrstu dagana þegar brjóstagjöf var að komast í gang svona orange/rauðlitaður blettur í bleiunni. Hefur ekkert verið lengi en er nú að koma stöku sinnum. Getur verið að barnið sé ekki að fá næga mjólk? Var að gefa ábót til að byrja með en hef dregið verulega úr því þar sem ég tel mig hafa næga mjólk. Barnið drekkur reglulega - skilar vel af sér, bleytir margar bleiur á dag og kúkar a.m.k. einu sinni á dag. Barnið sefur einnig vel og er vært. Er þetta eitthvað sem maður getur á von á að sjá eða er þetta eitthvað sem verður að "laga".

Kv.ein stressuð.


 

Sæl og blessuð Ein stressuð!

Ég hef ekki neina góða skýringu á þessu. Samkvæmt því sem þú lýsir fær barnið nóg að drekka. „Drekkur reglulega“ vona ég allavega að þýði nógu oft. Þannig að ég bendi þér á að spyrja barnalækni um þetta.

Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
7. júlí 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.