Spurt og svarað

11. apríl 2013

Raynauds og bætiefni.

Sælar, og takk fyrir frábæran vef.
Mig langaði að spyrja um bætiefnameðferð fyrir Raynauds. Í öðrum þræði er minnst á að það eigi að taka stóra skammta af lýsi, kalki og magnesíum, og lítinn skammt af B-vítamíni, en hvar get ég fengið upplýsingar um skammtastærðir?
Kveðja, Ein með sársaukafullt Raynauds.
Sæl og blessuð!
Það er vissulega sársaukafullt að vera með Raynaud´s og hafa barn á brjósti. Áður en ég fer samt í bætiefnameðferðina langar mig að minnast á heitu bakstrana sem mér finnst alltaf hafa bestu áhrifin og hjálpa flestum. Sú aðferð felst í að setja snarpheitan (án þess þó að brenna)bakstur á vörtutoppinn um leið og vartan kemur út úr barninu. Þar er honum haldið í 1-2 mínútur. Þegar honum sleppir er sett hlýtt stykki yfir brjóstið og svo er reynt að halda hita á brjóstunum alltaf. Bætiefnameðferðin felst svo í að taka lýsi reglulega á hverjum degi, tvöfaldan dagsskammt. Kalk er tekið daglega 2000mg og Magnesium 1000mg. B-6 vítamín er tekið í byrjun 100-200mg. í 4 daga en svo minnkað í 25mg daglega. B-6 vítamín er þekkt fyrir að draga úr mjólkurframleiðslu ef það er tekið í stórum skömmtum en litlir skammtar gera það ekki og hafa sýnt sig að hjálpa gegn Raynaud´s. Ég vona að þetta hjálpi þér við þínu vandamáli.


Með bestu kveðjum,
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
11. apríl 2013
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.