Reductil með barn á brjósti

10.11.2009

Hæ hæ!

Ég er með 7 mánaða barn sem er 3-4 sinnum á dag á brjósti og svo fær hann stundum á nóttunni. Ég var að spá hvort maður mætti vera á lyfinu reductil þegar barnið er enn á brjósti? Eða getur það skaðað barnið á einhvern hátt?

 


Sæl og blessuð!

Þetta er nokkuð kröftugt lyf og fer líklega nokkuð auðveldlega yfir í mjólkina. Ég ráðlegg þér að bíða aðeins lengur eða þar til þú gefur sjaldnar eða aldrei brjóst.

Með bestu kveðjum.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. nóvember 2009