Spurt og svarað

23. febrúar 2009

Regain og brjóstagjöf

Góðan dag og takk fyrir frábæran vef.


Það sem ég er að velta fyrir mér er að eftir síðustu meðgöngu þá fékk ég gríðarlegt hárlos og varð nánast hárlaus ofan á höfðinu.  Þetta tímabil var hræðilegt og lagaðist ekki fyrr en nokkrum árum síðar þegar ég fór að úða í hársvörðinn efni sem heitir Regain. Ég varð mun skárri eftir að notkun þessa efnis hófst en hárið kom
aldrei allt til baka.  Núna er ég ófrísk aftur og eftir að getnaður varð hætti hárið að hrynja af mér og er ég nú komin með þykkt og fallegt hár!!
Ég hætti þó notkun Regain á meðgöngu en það sem mig vantar að vita er hvort að ég megi hefja notkun þess aftur um leið og ég er búin að eiga, með barnið á brjósti, til þess að eiga von um að halda einhverju af þessu hári sem ég er þó búin að endurheimta á þessari meðgöngu?

Með von um svar SigrúnKomdu sæl Sigrún

Á vef lyfjastofnunar kemur þetta fram varðandi Regain og brjóstagjöf:

"Þú mátt ekki nota Regaine ef þú ert með barn á brjósti þar sem minoxidil (virka efnið í Regaine), sem tekið er upp í líkamanum, berst út í brjóstamjólkina".


Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23.febrúar 2009.


Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.