Spurt og svarað

04. janúar 2005

Reykingar og brjóstagjöf

Sæl og takk fyrir góðan vef.

Er að velta fyrir mér með reykingar og brjóstagjöf. Berst tóbak og annað yfir í mjólkina?
Er t.d. ein sígaretta annars lagið skaðlaus fyrir barnið?

.......................................................................

Sæl og blessuð.

Mæður eiga að reyna að forðast reykingar eftir fremsta megni. Efni úr tóbaki berast inn í líkamann eins og við vitum og þá líka út í mjólkina. Þó hefur verið lögð eiginlega meiri áhersla á að forða ungum börnum úr reykmettuðu andrúmslofti sem er talið skaðlegt. Það hefur bæði verið tengt meiri hættu á vöggudauða og astma og öðrum öndunarfærasjúkdómum hjá ungbörnum. Það er því mikið atriði að ekki sé reykt yfir ungbörnum. Ein sígaretta annað slagið er kannski ekki stórskaðleg en það er alltaf sú hætta fyrir hendi að þeim fjölgi.

Reykingakonur sem ekki geta með nokkru móti hætt að reykja eru alltaf hvattar til að hafa barn á brjósti því það er meiri ávinningur fyrir barnið að fá brjóstamjólkina heldur en hinn kosturinn sem er að reykja og hafa barnið á þurrmjólk.

Með bestu óskum um gleðilegt brjóstagjafaár,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. janúar 2005.

Enn meiri fróðleik um reykingar og brjóstagjöf er svo að finna í grein um Reykingar eftir Öldu Ásgeirsdóttur og Arndísi Guðmundsdóttur fræðslufulltrúa hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur hér á síðunni. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.