Röntgen og brjóstagjöf

10.09.2009

Hvar get ég fundið upplýsingar um mjólkandi brjóst, og brjóstagjöf í kjölfar röngten myndatöku?

 


Sæl og blessuð!

Þessar upplýsingar áttu að geta nálgast í öllum stærri bókum sem fjalla um brjóstagjöf og á vönduðum vefsíðum. Venjulegar Röntgenmyndatökur eru engin truflun fyrir brjóstagjöf en gæta þarf varúðar ef nota á geislavirk skyggniefni í tengslum við myndatökuna.

Með kærri kveðju.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. september 2009.