Rop

27.12.2010
Sælar!
Mig langar svo að vita hvers vegna lítil börn geti ekki ropað nema upprétt ?

 
Sæl og blessuð!
Þau geta nú mörg hver ropað í öðrum stellingum. En þyngdaraflið gerir það að verkum að það er oft auðveldara og fljótlegra að fá loft upp úr þeim í lóðréttri stellingu.
Bestu kveðjur.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
27. desember 2010.