Safna mjólk í frystinn

06.05.2007

Halló!

Ég er að safna mjólk í frystinn og er komin með þrjá pela með misjafnlega miklu í, 20-50 og 95 ml og nú á ég ekki fleiri pela. Má ég þá mjólka mig og blanda saman mjólkinni við frysta mjólk? Ef ég tek einn pela og set hann í ísskápinn og nota svo kannski ekki allan pelan má hann þá fara aftur í frystinn?

Kveðja, Rósa.


Sæl og blessuð Rósa.

Jú, þú getur blandað einum nýjum mjólkurskammti í hvern pela og fryst aftur. Það er svo yfirleitt ekki blandað meiru saman við það. Varðandi þýdda mjólk þá er hún yfirleitt ekki fryst aftur en þú getur haft hana í ísskáp og notað aftur innan fárra daga. Ef þú ert í vandræðum með pela getur verið ágæt lausn að frysta mjólk í plastpokum. Þeir fást í apótekum og eru sérstaklega gerðir fyrir brjóstamjólk. 

Gangi þér vel.         

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
6. maí 2007.