Sár á geirvörtu

20.04.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef. Ég er með pínulítið sár á geirvörtu, beint yfir mjólkurgangi, sem grær ekki. Ég er búin að fá slæmar sýkingar tvisvar með hita og roða og fá staklox sem virkar vel á sýkinguna. Ég hef reynt að halda þessu opnu þannig að sýkingin lokist ekki inni, látið síðan börnin drekka og þvo það svo með sáravatni og setja hreina einnota lekahlíf yfir.  Ég er með tvö fjögurra mánaða börn á brjósti þannig að þetta fær auðvitað aldrei að vera í friði. Hvernig í ósköpunum er hægt að láta svona sár gróa í eitt skipti fyrir öll ?  Ég er farin að gefa þeim ábót sem eykst alltaf þegar þetta er sem verst.

Kær kveðjaSæl og blessuð. Mér sýnist á því sem að þú skrifar að þú sért að gera allt
rétt varðandi sárið. Það eru 2 atriði sem hafa virkað vel - annað er að
kreista smá mjólk eftir gjöf og dreifa yfir sárið og vörtuna og láta þorna á
húðinni - það er græðandi - og hitt er að láta lofta vel um sárið - það
virkar vel á öll sár.
Mér finnst ráðlegt að þú farir til brjóstagjafarágjafa og látið skoða þetta,
það er svo erfitt að meta svona sár nema skoða þau - það eru fleiri ráð til en þetta held ég að sé áhrifaríkast og endilega að láta skoða sárið.

Gangi þér vel

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi.
20.04.2007.