Spurt og svarað

13. mars 2011

Sársauki í brjóstagjöf

Ég á tæplega 3 vikna dóttur og brjóstagjöfin er búin að vera svolítið bras. Ég hef verið að nota mexicana vegna blæðandi sára á geirvörtum en það virðist vera að batna eftir að ég fór að nota eldhúsfilmu á þær. Ég fann líka rosalega til, eins og það væri verið að snúa hníf inni í brjóstinu. Núna er þetta bara sárt í byrjun og ég fæ sting alveg aftur í bak. Ég var að velta fyrir mér hvort það sé eitthvað sem ég get gert til að reyna að losna við þetta?
 
Sæl og blessuð!
Þetta er nú búið að vera meira en bras hjá þér. Þetta eiga auðvitað ekki að vera svona miklar þjáningar. Fyrir það fyrsta eins og ég hef komið að áður þá lagar maður ekki sár með hatti. Það er reynt að laga grip barnsins og hreinsa þau reglulega. Þá hverfa þau á 2 dögum. Það að vera með mikla verki inn í brjóstinu eða verki sem leiða aftur í bak geta bent til sýkinga og það þarf að laga. Ég ráðlegg þér að fá hjálp hjá einhverjum sem er góður í brjóstagjafavandamálum. Það getur verið læknir, brjóstagjafaráðgjafi, ljósmóðir,hjúkrunarfræðingur eða einhver mjög vanur að fást við svona vandamál.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
13. mars 2011.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.