Sársauki við brjóstagjöf

13.07.2012

Mig vantar smá hjálp.
Ég á 3 vikna stelpu og er með hana á brjósti, málið er að ég finn alltaf til þegar ég er að gefa henni. Sérstaklega fyrst, þá kemur svona stingur, og svo er bara mismikill sársauki meðan hún er að drekka (stundum nánast ekkert en stundum finn ég smá til allann tímann). Ég var með sár á geirvörtunum fyrstu dagana og það rifnaði alltaf upp þegar hún var að drekka en núna er þetta svona eins og húðin hafi soðnað og það er opið sár en blæðir þó ekki. Ég er búin að prófa mismunandi stellingar á henni þegar ég gef henni til að álagið á geirvörtuna sé mismunandi, prófaði mexíkóhattinn og að bera brjóstakrem en ekkert virðist virka. Eruð þið með einhver ráð ? Með fyrirfram þökkum!


 

Sæl!
Lýsing þín á vandamálinu hljómar eins og tvennt gæti verið að, annað hvort Raynaud´s eða sveppasýking. 
Hér eru nánari upplýsingar um Raynaud´s, ég bendi þér á að fá skoðun í heilsugæslunni til að fá úr skorið um hvort þetta sé annað hvort.
Gangi þér vel.

 Með kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. júlí 2012