Spurt og svarað

03. janúar 2007

Datt í hálku

Sælar kæru ljósmæður
Mig langar að spyrja ykkur um hættuna af því að detta. Ég er komin 16
vikur á leið og datt í hálkunni áðan og lenti á mjöðminni. Ég finn ekki
fyrir neinu sérstöku eftir þetta óhapp en er svolítið hrædd. Mig langar
því að spyrja ykkur hvað geti gerst við að detta á meðgöngu og hvort ég
þurfi að fara td. til læknis út af þessu.

Kveðja og þakkir fyrir góðan vef.


Sæl og blessuð!
Það er nú orðið svolítið síðan þú dast þannig að þetta svar berst þér sennilega of seint til að hughreysta þig.
Svona snemma á meðgöngu er afar ólíklegt að fall á mjöðmina hafi haft slæm áhrif, barnið er vel varið í grindinni, umvafið legvatni og leginu sem verndar það.
Ef þú ert  óróleg með þetta eða finnur fyrir einhverjum einkennum sem eru öðruvísi en venjulega er alveg sjálfsagt að hafa samband við ljósmóðurina þína og fá að koma í aukaskoðun.

Bestu kveðjur
Halla Björg Lárusdóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
2.janúar, 2007.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.