Sjósund fyrir mjólkandi mæður

10.07.2012
Mig langaði að spyrja hvort það sé talið í lagi fyrir mjólkandi mæður að fara í sjósund?

Sæl og blessuð!
Já, það er í góðu lagi fyrir mjólkandi mæður að fara í sjósund. Ef kona er vön sjósundi er ekkert til fyrirstöðu en ef hún er að byrja er kannski rétt að fara varlega af stað.
Gangi þér vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. júlí 2012.