Ljósmóðir.is notar vafrakökur til að bæta notendaupplifun og stuðla að frekari þróun heimasíðunnar.
Upplýsingar um vafrakökur
04. maí 2007
Sæl og blessuð.
Það er alltaf erfitt að þurfa að gefa ábót með móðurmjólkinni og vonandi hættirðu því fljótt. Það er aldrei skynsamlegt að mæla brjóstamjólk ofan í börn því hún er í fyrsta lagi mjög breytileg og svo nær pumpa aldrei eins góðri (mikilli) mjólk úr brjósti og barn. Það er þess vegna helst aðeins gert í neyð t.d. ef barnið getur ekki sogið. Börn drekka yfirleitt smærri skammta af brjóstamjólk en þurrmjólk. Það er vegna þess að hún nýtist þeim öll en aðeins hluti af þurrmjólkinni. Af stærri skömmtum þurrmjólkurinnar fer alltaf hluti í ómeltanlegan úrgang. Þess vegna hafa þurrmjólkurbörn meiri hægðir. Þetta skýrir líka að hluta af hverju barn vaknar fyrr eftir brjóstamjólkurgjöf. Hún er auðmelt fyrir þau og þegar hún er fullnýtt þurfa þau meira. Þurrmjólk er erfitt að melta og þá finnst þeim þau vera södd lengur því þau eru að reyna að melta það sem er mjög þungmelt.
Litur brjóstamjólkur er líka mjög breytilegur eftir dögum og dagpörtum. Hún er oftast þannig að fyrst í gjöfinni kemur formjólk sem er þunn og vatnskennd. Hún breytist svo eftir nokkrar mínútur og verður hvítari og þykkari. Hún endar svo með því að verða gulleitari og mjög þykk og næringarrík. Það er ekki alltaf sem pumpur ná þeirri mjólk en hraust barn gerir það auðveldlega.
Þú getur alveg treyst því að brjóstamjólkin er alltaf það besta sem þú getur gefið barninu hvernig sem hún er á litinn og þótt barnið þurfi að fá hana í fleiri skömmtum.
Vona að þér gangi vel.
Katrín Edda Magnúsdóttir, brjóstagjafaráðgjafi og ljósmóðir. 4. apríl 2007.
Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.
Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.
Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.