Skjaldkirtilshormón og brjóstagjöf

18.04.2006

Ég er með svokallaðan „latan“ skjaldkirtil og var lyfjaskammturinn aukinn við mig á meðgöngunni. Þarf maður að taka áfram aukin skammt skjaldkirtilshormóns eftir fæðinguna eða fer þetta fljótlega í svipað horf? Hefur brjóstagjöf einhver áhrif á þörfina?


Sælar!

Þetta er svo einstaklingsbundið - með skjaldkirtilshormónin - þetta fer allt eftir því magni sem mælist í blóðinu - en brjóstagjöfin er líka álag á líkamann svo það er ekki ólíklegt að það taki tíma fyrir líkamann að jafna sig. En flestar mæður eru undir góðu eftirliti hjá lækni vegna þessa og þetta jafnar sig svo með tímanum.

Með kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
18. apríl 2006.