Skokk og brjóstagjöf

04.04.2007

Takk fyrir frábæran vef!

Ég á einn 3ja mánaða og hef verið dugleg að fara í gönguferðir. Núna langar mig til að fara að skokka til þess að fá meira út úr hreyfingunni. Hvernig er það með mæður með börn á brjósti. Er eitthvað sérstakt sem ber að varast? Hvernig býr maður sem best um mjólkurbúið?

Kveðja.


Sæl og blessuð!

Það er hið besta mál að þú gangir, skokkir eða hlaupir. Það er í raun ekkert sérstakt sem ber að varast. Flestum finnst þó óþægilegt ef brjóstin hossast mikið þannig að þá er til þæginda að hafa eitthvað þétt um þau á meðan. Það mætti vera þéttur toppur, góður brjóstahaldari eða eitthvað sem þér finnst hjálpa. Prófaðu þig kannski svolítið áfram með þetta.

Gangi þér vel.

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
4. apríl 2007.