Slendertone

05.06.2008

Sælar!

Ég var að velta því fyrir mér hvort að óhætt sé að nota Slendertone  þegar maður er með barn á brjósti? Hvenær væri þá í lagi að hefja notkun?

Með von um svar, Mamma.


Sæl og blessuð.

Það er ábyggilega allt í lagi að nota þessa tækni sem þú talar um ef þú bara passar að fara ekki fram úr sjálfri þér. Byrja rólega og auka æfingar hægt og rólega eftir því sem þér finnst þú þola. Það er allt í lagi að byrja eftir 2-3 vikur. Gangi þér vel.

Bestu kveðjur,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
5. júní 2008.