Slím í mjólkurkirtlum

30.03.2010

Hæ!

Ég lenti í því að strákurinn minn var að gráta og ég skottaðist fram eftir pela. Þá fann ég að það byrjaði eitthvað að leka úr hægra brjóstinu mínu. Ég hætti með hann á brjósti 2 og hálfs mánaða gamlan vegna þess að ég missti mjólkina. Hann er að verða 5 mánaða núna. Ég ákvað að prófa að pumpa mig til að athuga hvort það kæmi eitthvað. Það kom ekkert nema ljóst/guleitt slím. Er það eðlilegt?

 


Sæl og blessuð!

Já, það getur verið eðlilegt að það komi enn örlítil mjólkurframleiðsla. Aðalatriðið er að þú hvetjir ekki fram meiri framleiðslu með örvun. Nema þú auðvitað viljir það.

Bestu óskir.
Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
30. Mars 2010.