Spurt og svarað

23. september 2012

SMA ábót

Er að byrja gefa stelpunni minni ábót á kvöldin,( hún er 7 vikna) en var að hugsa þarf ég að geyma duftið í kæli eftir opnun (SMA duft), má ég ekki gefa henni sína 5 d-vítamín dropa þótt það sé eitthvað d-vítamín í duftinu og er ekki í lagi að hita duftið og vatnið saman í pelahitara (á alltaf til soðið vatn tilbúið í brúsa kalt)?
Sæl
Þú virðist vera með þetta á hreinu, það er reyndar óþarfi að geyma duftið í kæli eftir opnun, bara að passa að dósin sé vel lokuð og ekki í beinu sólarljósi. Varðandi D-vítamínið þarftu ekki að hafa áhyggjur að hún sé að fá of mikið, magnið sem mælt er með að gefa er miðað út frá því að barnið sé að fá brjóstamjólk og/eða þurrmjólk .
Nú veit ég ekki hversvegna hún er að byrja að fá ábót en ég vil endilega láta þig vita að þú getur fengið aðstoð brjóstaráðgjafa á heilsugæslustöðinni þinni. Ef það er ekki brjóstagjafaráðgjafi á þinni stöð máttu leita til næstu stöðvar, þær geta kannski aðstoðað þig.


Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
23. september 2012

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.