Spurt og svarað

10. maí 2006

Smellir við brjóstagjöf

Kæru ljósmæður!

Ég er með 2 mánaða gutta. Málið er að þegar hann sýgur þá smellir hann svo mikið. Ég ræddi þetta við þær í ungbarnaeftirlitinu og þær sögðu að þetta myndi eldast af honum. Er hann að gleypa loft við þessa smelli? Hann er alltaf uppfullur af lofti eftir hverja gjöf og mjög pirraður. Er hægt aðgera eitthvað í þessu?

Með fyrirfram þökk.


Sælar!

Í rauninni á ekki að heyrast smellur þegar hann sýgur brjóstið. Það er  spurning þegar börnin gera þetta hvort hann taki vörtuna nógu vel upp ímunninn. Það er gott að fara til brjóstagjafaráðgjafa og láta hana meta með þér hvort barnið taki vörtuna nógu vel. Barnið þarf að vera þétt við brjóstið og taka vörtuna vel upp í munninn og gott er ef magi barnsins snúi að maga móður og að barnið sé í sömu hæð og vartan/ brjóstið (sé t.d. ekki fyrir neðan vörtuna því það getur truflað). Endilega láttu skoða þetta með þér. Það eru t.d. brjóstagjafaráðgjafar starfandi á Landspítala háskólasjúkrahúsi - kvennadeild.

Með bestu kveðju,

Ingibjörg Eiríksdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. maí 2006.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.