Sólhattur í brjóstagjöf

18.10.2008

Góðan dag!

Má taka sólhatt þegar maður er með barn á brjósti?

 

Sæl og blessuð.

Já, það er í lagi að taka sólhatt eins og sagt er fyrir um á umbúðum. Athugaðu að stundum er sólhattur seldur með öðrum vítamínum og eða steinefnum blönduðum saman við.

Bestu kveðjur.

Katrín Edda Magnúsdóttir,

ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,

18. október 2008.