SOLUS vítamín og brjóstagjöf

10.01.2007

Komiði sælar og kærar þakkir fyrir vinnuna sem þið leggið í þennan fína vef!!

Ég er með 14 mánaða son minn á brjósti og velti því nú fyrir mér hvort mér sé óhætt að taka fjölvítamín sem ég keypti mér í Heilsuhúsinu. Töflurnar heita SOLUS og innihalda helling af vítamínum og steinefnum í ráðlögðum dagsskömmtum. Auk þess innihalda töflurnar eftirfarandi efni: alfalfa 20 mg, Betaine HCE 5 mg, kvöldvorrósarolíu 10 mg, kelp 10 mg, lecithin 40 mg og Síberískt ginseng 20 mg.

Bestu kveðjur, Valgerður.


Sæl og blessuð Valgerður.

Ég sé í rauninni ekkert að því að taka inn þessar töflur í réttum skömmtum. Ég ítreka bara enn og aftur að það er alltaf best að fá sín vítamín og snefilefni beint úr sem ferskustu fæði.    Bestu kveðjur.  

Kveðja,

Katrín Edda Magnúsdóttir,
ljósmóðir og brjóstagjafaráðgjafi,
10. janúar 2007.